We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

N​ó​ttin og þú

by Gísli Magna

/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      €7 EUR  or more

     

1.
Dans, ég bið um dans, svo dönsum við í alla nótt, létt í takt við lag, þá líður kvöldstund allt of fljótt. Vilt þú verða mín og ég verð þinn, í þetta sinn. Dans með hönd í hönd og kinn við kinn. Okkar hjörtu örar slá og ástin tekur völd. Sæl við skulum syngja hátt, svona ætti' að vera hvert kvöld. Dans, ég bið um dans og þú ert mín í þetta sinn. Dans með kinn við kinn og ég er þinn.
2.
Farin 04:43
Tregablandinn söng ég verð að syngja nú, fagra frú, fyrst að þú lékst þann gráa leik að svíkja ástareið, arka síðan þína leið. Staurblindur af hrifningu ég starði' á þig, trúði' á þig, tilbað þig, og að vonum hlaut að launum aðeins eitt, eitt og það var ekki neitt. Þó ég allt af heilum hug þér gæfi, hjarta þitt var kalt sem stál. Þú munt gjalda þess um alla ævi. Allt þitt líf var svik og tál. Ég mun áfram halda' að syngja sönginn minn, sáran finn söknuðinn. Ef þér skyldi' að eyrum berast ómur sá, hann ei skaltu hlusta á.
3.
Það býr þér engill í barmi, svo bjartur sem giesli skær. Á hörpu hann strengi stillir og strýkur og tónum nær. Svo flytja þeir fagnandi söngva um fegurð og birtu og yl. En stundum er tárugur treginn þó tónanna undirspil.
4.
Hlustaðu' á lagið, ljúfan, lífgað af kærleiksyl, hrynjandi hörputóna, harmonikkunnar spil. Ómar í dansins öldum einmana söngur minn. Hvísla ég:„Komdu til mín, komdu því ég er þinn“. Og þegar allt er orðið kyrrt og hljótt, við einum um koldimma nótt, niðdimma nótt. Vefjum hvort annað örmum, elskum af hjartans lyst. Gleymdu því aldrei, góða, hve gott er að vera kysst.
5.
Þú ert allt sem ég á, ást mín og þrá með augun blá. Nótt, kom þú nú hljóð; af kærleikans glóð kvikar órótt mitt blóð. Nótt, hljóðlát og hlý hrek þú burt ský, vektu vorblóm á ný. Nótt, drjúpi nú döggin þín, döggvist uns sólin skín ást mín. Þú, þú ert blíð eins og blæra, björt, björt sem nýfallinn snær. Ó, ó, hve þú ert mér kær. Þú og ég, nú er nótt, nálgast dulúðin hljótt.
6.
Góða nótt 05:32
Ég sit og bíð við sængurstokkinn þinn að svefninn komi, litli vinur minn, og vefji þig í vinarörmum sínum og verndi þig um kalda dimma nótt. Æ, sofðu, vinur, sofðu vært og rótt, við söngsins klið frá gamla pabba þínum. Góða nótt, góða nótt, sof þú í ró, sof þú í ró. Góða nótt. Einn þröstur flögrar glatt við gluggan þinn, en getur ekki komist til þín inn, og hann vill einnig kvöldsins kvæði syngja og kemur til að bjóða góða nótt. Að lítill vinur sofi sætt og rótt, uns sólin vaknar, morgunklukkur hringja. Góða nótt, góða nótt, sof þú í ró, sof þú í ró. Góða nótt. Ég sit í kyrrð við sængurstokkinn þinn. Þú sefur væran, litli hnokkinn minn, með bylgjað hár og bjartan vanga' og enni. Þitt bros í svefni andar: „Góða nótt. Nú sef ég, pabbi, sætt og vært og rótt, við sólskinsdraum, þótt úti kólni' og fenni“. Góða nótt, góða nótt, sof þú í ró, sof þú í ró. Góða nótt.
7.
Þitt ljúfa bros er leit ég fyrst, mig lengi hafði' í kærleik þyrst. Ég ylinn fann í augum þér, sem eldinn kveikti' í brjósti mér. En síðan þá er sál mín hrædd og sár og þjáð og raunamædd, því aldrei munt þú elska mig. Mín eina völ að kveðja þig. Við áttum saman unaðsstund, mín augu strauk þín kæra mund, en hjarta þitt samt annar á. Ég ætla' að hverfa þessu frá. Nú svíður und, mín sál er hljóð, en seinna fer ég nýja slóð. Þín helga mynd í hug mér skín til hinstu stundar, ástin mín
8.
Heiðlóan 03:04
Þegar vorsól vermir og skín, vina mín, ég hugsa til þín, því söngur þinn vermir og veldur þrá um vorkvöldin blá. Er þú kemur aftur til mín, aftur þegar vorsólin skín, þá get ég víst háttað og sofnað sæll við sumarljóðin þín. Ó, komdu, komdu vors í blænum blíða, blástjarnan vísar þér leið, yfir mörk og auðnir Alpahlíða, örlagaförin reynist greið. Einhvers staðar uppi í mó, ætla ég að grámosató þú finnir og ungunum búir ból við bjarta morgunsól.
9.
Haustkvöld í skógi, hjörtun brenna af þrá. Húmið felur dimman geim. Ilmþrunginn blærinn birkilaufinu frá, blandast vínsins höfga keim. Augun þín af ástúð ljóma, yndisfögur og hrein, líkt og krónur blárra blóma, blikandi dögg á grein. Haustkvöld í skógi, hjörtun brenna af þrá. Húmið felur dimman geim.
10.
Segðu mér að sunnan um sólarlöndin gylltu, um Zembasí og ljón og tígrisdýr, Egypta og blámenn og arabana villtu og allt hið dularfulla sem þar býr. Segðu mér að sunnan um Sviss og Ítalíu, um Suður-Frakkland, Vín og Búdapest, Istanbúl og Alsír, Innsbruck og Rúmeníu, en ekki skaltu minnast á Triest. Ó, þú fagra Madrid með ást og gítarhljóm. Korsíka og Kaprí, og kæra, aldna Róm. Lokið er nú ljóði, og löng varð sagan ekki en ljúfar eru minningarnar þó. Meyjarnar á Spáni ég met og skil og þekki, og maður, skyld það ei vera nóg!
11.
Ég mætti einni yngismey um daginn og aldrei leit ég þvílíkt fljóð. Hún hvarf mér, en ég söng í sunnanblæinn með sorg í hjarta þetta ljóð: Nú léki allt í lyndi ef litla stúlku ég fyndi og lukkan myndi snúast mér í vil. En hvar skal hennar leita? Og hvað skyldi hún heita? Ég kenn ekki á slíku skil. Ég myndi' um ást og yndi, ef aðeins hana ég fyndi, nú óðar syngja gleðibrag. En það er svona' og svona, að sitja bara' og vona og sjá ei fram á næsta dag. En aldrei mun ég henni aftur mæta og aldrei mun ég hana fá. Þó varla við mitt ólán megi bæta, mín vex þó stöðugt ástarþrá. Nú léki allt í lyndi ef litla stúlku ég fyndi og lukkan myndi snúast mér í vil. En hvar skal hennar leita? Og hvað skyldi hún heita? Ég kann ekki á slíku skil. Ég myndi' um ást og yndi, ef aðeins hana ég fyndi, nú óðar syngja gleðibrag. En það er svona' og svona, að stija bara' og vona og sjá ei fram á næsta dag.
12.
Manstu, systir, bernskuna blíðu? Bæinn gamla, hlíðina fríðu? Manstu kvöldin kyrrlát og fögur, kvæðin hennar ömmu og sögur? Þá var hoppað, hlegið og dansað heldur betur, aldrei var stansað meðan entist máttur í fótum. Mikið var gaman að því. Bernkuárin burtu liðu, börnin urðu stór. Æskustörfin okkar biðu, allt að vonum fór. Þó er ennþá, einkum á kvöldin, eins og bernskan taki sér völdin. Þá er aftur hoppað og hlegið, hamingjan birtist á ný.
13.
Til þín 02:40
Vaggar skip á úthafsöldum. Ymur lágt í báruföldum. Hörpu farmanns heyra má hljóðlátt syngja' af duldri þrá: Til þín, liggja leiðir löng þótt reyndist töf. Meðan rökkurró ríkir vítt um sjó hugsa' eg heim til þín, hjartans ástin mín. Til þín söng ég sendi sollin yfir höf. bifast bára hl´jott og blærinn andar rótt. Við siglum heim af sjónum í nótt.
14.
Stillt vakir ljósið í stjakans hvítu hönd. Milt og hljótt fer sól yfir myrkvuð lönd. Ei með orðaflaumi mun eyðast heimsins nauð. Kyrrt og rótt í jörðu vex korn í brauð.
15.
Ævintýr 04:33
Æsku minnar ástardraumur, alla tíð í hjarta mínu býr, á meðan líf í brjósti bærist, blóð í mínum æðum hrærist. Þegar ys og glasaglaumur gleðinni' í hugarangur snýr, minningarnar vakna, margs er þá að sakna, aldrei gleymast ævintýr. Ást mín eina, ó, hve ég þrái aftur að finna ilm vara þinna. Sárt ég hefi saknað þín lengi. Flýt þér til mín, fljúgðu til mín, fagra ævintýr.

about

I never knew my grandfather, Steingrímur M. Sigfússon, who lived in Húsavík in the north of Iceland. When he left this world in 1976 I was a 5 year old boy in Patreksfjörður. He wrote the music on this and some of them have been published and performed over the years by various artists in Iceland, others had never seen the light of day until now.

credits

released December 8, 2020

Gísli Magna: Lead Singer
Sunna Gunnlaugs: Piano & Wurlitzer
Gunnar Hrafnsson: Double Bass
Pétur Valgarð Pétursson: Guitar and Ukulele
Scott McLemore: Drums & Percussion
Hafsteinn Þórólfsson: Backing Vocals
Gísli Gunnar Didriksen: Backing Vocals
Cover Art Work: Nermine El Ansari
Recording & Mastering: Hafþór „Tempó“ Karlsson

license

all rights reserved

tags

about

Gisli Magna Iceland

contact / help

Contact Gisli Magna

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this album or account

If you like Nóttin og þú, you may also like: